Purevax RCPCh FeLV (Attenuated feline rhinotracheitis herpesvirus...) – Fylgiseðill - QI06AX

Updated on site: 09-Feb-2018

Nafn lyfs: Purevax RCPCh FeLV
ATC: QI06AX
Efni: Attenuated feline rhinotracheitis herpesvirus (FHV F2 strain), inactivated feline Calicivirosis antigens (FCV 431 and G1 strains), attenuated Chlamydophila felis (905 strain), attenuated feline panleucopenia virus (PLI IV), FeLV recombinant canarypox viru
Framleiðandi: Merial

FYLGISEÐILL FYRIR:

Purevax RCPCh FeLV frostþurrkað stungulyf og leysir, dreifa.

1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi: MERIAL

29, avenue Tony Garnier 69007 Lyon FRAKKLAND

Framleiðandi sem ber ábyrguð á lokasamþykkt: MERIAL

Laboratoire Porte des Alpes Rue de l’Aviation

69800 Saint-Priest FRAKKLAND

2.HEITI DÝRALYFS

Purevax RCPCh FeLV frostþurrkað stungulyf og leysir, dreifa.

3.VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hver 1 ml skammtur inniheldur:

 

 

Frostþurrkað lyf:

 

104,9 CCID501

Veiklaðar kattaflensu (feline rhinotracheitis) herpesveirur (FHV F2 stofn) .............

.≥

Óvirkjaðir katta caliciveiru (feline calicivirosis) mótefnavakar (FCV 431 og

 

 

G1 stofnar) ......................................................................................................

≥ 2,0 ELISA einingar

Veiklaðar Chlamydophila felis (905 stofn) ..................................................................

103,0 EID502

Veiklaðar kattafárs (feline panleucopenia) veirur (PLI IV) .......................................

103,5 CCID501

Hjálparefni:

 

 

Gentamycin, í mesta lagi............................................................................................................

 

34 μg

Leysir:

≥ 107,2 CCID501

Raðbrigða FeLV canarypoxveirur (vCP97).................................................................

1 cell culture infective dose 50%

 

 

2 egg infective dose 50%

 

 

4.

ÁBENDING(AR)

 

 

Virk mótefnamyndun hjá köttum sem eru 8 vikna eða eldri:

-gegn kattaflensu (feline rhinotracheitis) af völdum veira, til að draga úr klínískum einkennum.

-gegn sýkingu af völdum calici veiru, til að draga úr klínískum einkennum.

-gegn sýkingu af völdum Chlamydophila felis, til að draga úr klínískum einkennum.

-gegn kattafári (feline panleucopenia) til að koma í veg fyrir dauða og klínísk einkenni.

-gegn hvítblæði til að koma í veg fyrir þráláta veirusýkingu í blóði og klínísk einkenni sjúkdóms af hennar völdum.

Sýnt hefur verið fram á að ónæmi kemur fram 1 viku eftir grunnbólusetningu (primary vaccination) hvað varðar kattaflensu, calici veiru, Chlamydophila felis og kattafárs (feline panleucopenia) þættina og 2 vikum eftir grunnbólusetningu hvað varðar kattahvítblæðisþáttinn.

Ónæmi eftir síðustu endurbólusetningu varir í 3 ár hvað varðar kattaflensu (rhinotracheitis), kattakvefsveiru (calicivirus) og kattafárs (panleucopenia þættina og 1 ár hvað varðar Chlamydophila felis og kattahvítblæðis) þættina.

5.FRÁBENDINGAR

Ekki má nota lyfið handa kettlingafullum læðum.

Ekki er mælt með notkun lyfsins handa læðum með kettlinga á spena.

6.AUKAVERKANIR

Notkun við venjulegar aðstæður getur stöku sinnum valdið tímabundnu sinnuleysi og lystarleysi, sem og hækkuðum líkamshita (varir yfirleitt í 1 eða 2 daga). Staðbundin áhrif geta komið fram (lítilsháttar sársauki við þreifingu, kláði eða óverulegur bjúgur) og þau hverfa í síðasta lagi innan 1 eða 2 vikna.

Í undantekningartilvikum getur komið fram ofnæmi, sem nauðsynlegt getur verið að meðhöndla í samræmi við einkenni.

Örsjaldan* hefur komið fram ofhiti og svefnhöfgi, stundum samhliða helti (lameness), einum til þremur vikum eftir endurbólusetningu hjá fullorðnum köttum. Aukaverkunin var tímabundin. *Færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum fá aukaverkanir meðan á meðferð stendur, þ.m.t. eru einstök tilvik.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru tilgreindar í fylgiseðlinum.

7.DÝRATEGUND(IR)

Kettir.

8. SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF

Gefa á einn skammt (1 ml) af uppleystu bóluefninu með inndælingu undir húð og skal fylgja eftirfarandi bólusetningaráætlun:

Grunnbólusetning (primary vaccination):

-Fyrsta inndæling: Eftir að 8 vikna aldri hefur verið náð.

-Önnur inndæling: 3 til 4 vikum síðar.

Ef búist er við að mikið af mótefnum frá móður séu til staðar fyrir kattaflensu (rhinotracheitis), kattakvefsveiru (calicivirosis), kattafári (panleucopenia) eða Chlamydophila-innihaldsþáttunum (t.d. hjá kettlingum sem eru 9-12 vikna gamlir og undan læðum sem voru bólusettar fyrir meðgöngu og/eða þekkt er eða grunað er að hafi smitast áður) skal fresta grunnbólusetningu þar til kettlingarnir hafa náð 12 vikna aldri.

Endurbólusetningar (revaccination):

-Fyrsta endurbólusetning vegna allra innihaldsþáttanna skal vera einu ári eftir grunnbólusetningu.

-Endurbólusetning skal þaðan í frá fara fram árlega fyrir klamýdíu- (chlamydiosis) og kattahvítblæðisþáttunum og á allt að þriggja ára fresti fyrir kattaflensu (feline rhinotracheitis), kattakvefs (calicivirosis) og kattafárs (feline panleucopenia) þáttunum.

9.LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Nota á lyfið strax eftir blöndun.

10.BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Á ekki við.

11.GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið og flytjið í kæli (2°C - 8°C).

Verjið gegn ljósi.

Má ekki frjósa.

12.SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum: Aðeins á að nota lyfið handa heilbrigðum köttum.

Mælt er með því að fyrir bólusetningu sé prófað fyrir mótefnavökum FeLV í blóði. Bólusetning katta sem eru FeLV jákvæðir þjónar engum tilgangi.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Ef sá sem annast lyfjagjöf sprautar sig með dýralyfinu fyrir slysni, skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

Þeir sem eru ónæmisbæklaðir eða nota ónæmisbælandi lyf eiga ekki að handfjatla þetta lyf. Ef dýralyfið er fyrir slysni gefið með inndælingu skal tafarlaust leita til læknis og upplýsa hann um að gefið hafi verið með inndælingu bóluefni sem inniheldur lifandi klamydíu.

Meðganga og mjólkurgjöf:

Ekki má nota lyfið handa kettlingafullum læðum.

Ekki er mælt með notkun lyfsins handa læðum með kettlinga á spena.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Fyrirliggjandi gögn um öryggi og verkun sýna að gefa má þetta bóluefni sama dag og Merial ónæmisglæði gegn hundaæði, þó ekki megi blanda þeim saman.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Ekki hefur orðið vart við nein önnur áhrif en þau sem nefnd eru í kaflanum „Aukaverkanir“ eftir gjöf nokkurra skammta, nema hækkaðan líkamshita sem í undantekningartilvikum getur varað í 5 daga.

Ósamrýmanleiki:

Ekki má blanda þessu dýralyfi saman við önnur dýralyf, nema leysi sem fylgir til notkunar með lyfinu.

13. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið

14. DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um þetta dýralyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

15.AÐRAR UPPLÝSINGAR

Kattahvítblæðisbóluefnisstofninn er raðbrigða canarypoxveira sem tjáir env og gag erfðavísa FeLV-A. Við almennar aðstæður er það einungis undirhópur A sem veldur sýkingu og ónæmi gegn undir- flokki A veitir fulla vörn gegn A, B og C. Eftir bólusetningu tjáir veiran varnarpróteinin en eftir- myndun veirunnar (replication) á sér ekki stað í kettinum. Bóluefnið veldur þar með ónæmi gegn kattahvítblæðisveiru.

Sýnt hefur verið fram á að lyfið dragi úr útskilnaði kattakvefsveirunnar við upphaf ónæmis og í 1 ár eftir bólusetningu.

Pakkningar með 10 flöskum með 1 skammti af frostþurrkuðu lyfi og 10 flöskum með 1 ml af leysi. Pakkningar með 50 flöskum með 1 skammti af frostþurrkuðu lyfi og 50 flöskum með 1 ml af leysi. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Aðeins afgreitt gegn lyfseðli dýralæknis.

Athugasemdir